Móttaka nýbúa

Nýbúar teljast þeir sem eru nýfluttir til Íslands og hafa litla eða enga færni í íslensku. Samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs fara börn sem koma í 1.-4.bekk í heimaskólann sinn en í 5.-10.bekk í mótttökudeild Lækjarskóla. Móðurmálskennsla er ekki í boði á vegum sveitarfélagsins, nema þá frá 7.bekk í pólsku, norksu og sænsku í stað dönskukennslu.

 Þegar nýbúi er skráður í skólann raðar aðstoðarskólastjóri viðkomandi í bekk og kemur upplýsingum til umsjónarkennara, deildarstjóra og sérkennara.

Deildarstjóri boðar forráðamenn á fund í samráði við umsjónarkennara og sérkennara og sér um að panta túlk ef þess þarf. Á fundinum er aflað upplýsinga um barnið og forráðamenn upplýstir um skólann. Unnið er eftir minnisblaði fyrir túlkaviðtöl og innritunarblaði nýbúa.

Deildarstjórar eru tengiliðir við móttökudeild og fylgja eftir málefnum nýbúa.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is