Sérfræðiþjónusta

Sérkennsla / Snjallheimar

Beiðni um greiningu

Umsjónarkennari ræðir við foreldra eftir að hafa rætt við sérkennara og fyllir út í samráði við hann eyðublað frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Farið er yfir hvers vegna óskað er eftir greiningu, hvað hafi áður verið gert, hvernig samvinna sé við heimilið o.fl. Reynt skal að hafa þetta eins nákvæmt og hægt er.

Umsjónarkennari sér síðan um að fá undirskrift foreldra og kemur svo eyðublaðinu til fagstjóra í sérkennslu. Hann leggur beiðnina fyrir á nemendaverndarráðsfundi þar sem sálfræðingur tekur við sínum beiðnum en aðrar beiðnir t.d. til talmeinafræðings, eru sendar á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

Fagstjóri í sérkennslu heldur utan um afrit af beiðnum og setur í möppur nemenda (í skjalaskáp Snjallheima) ásamt því að skrá upplýsingar í ákveðið skjal.

Snjallheimar

Hvað þarf að gera áður en að nemandi kemur í Snjallheima?

1. Umsjónarkennari ræðir við foreldra barns um námserfiðleika þess.

A. Ef ekki hefur verið gerð sérfræðigreining á erfiðleikum nemandans þarf að sækja um hana í samvinnu við foreldra (sjá nánar: Hvert á að leita? – Beiðni um greiningu).

Greining verður að liggja fyrir á náms- og/eða hegðunarerfiðleikum nemanda til að hann geti nýtt sér Snjallheima.

B. Ef fyrir liggur greining á erfiðleikum nemanda og foreldrar samþykkja að umsjónarkennari í samvinnu við sérkennara skipuleggi kennsluúrræði fyrir barn þeirra undirrita þeir ákveðið eyðublað, sem sérkennari geymir síðan útfyllt.

2. Umsjónarkennari gerir kennsluáætlun í samvinnu við sérkennara, þar sem fram kemur hvernig komið verði á móts við þarfir nemandans (aðeins gert ef samþykki foreldra er öruggt).

Í áætluninni þarf að koma fram hvernig kennslu verði háttað inni í bekk og hjá sérkennara og/eða stuðningsfulltrúa, hvaða námsgreinar verði teknar o.fl.  Það er ekki fyrr en áætlun er tilbúin sem hægt er að byrja með nemanda í Snjallheimum.

 Sérkennsla afþökkuð

Ef forráðamenn afþakka að barn þeirra fái sérkennslu, þarf umsjónarkennari að fá undirskrift þeirra á þar til gert eyðublað hjá sérkennara. Eyðublaðinu er skilað undirrituðu til sérkennara sem setur það í möppu nemandans.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is