Snjallheimar

Snjallheimar

Skilgreining

Sérkennsla er samkvæmt skilgreiningu sérstakur stuðningur í námi fyrir nemendur sem eiga erfitt með nám vegna sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar.

Kennslan getur verið einstaklingsbundin eða farið fram í hópi, innan bekkjardeildar eða utan.

Grundvöllur sérkennslu er greining á námsstöðu og vanda nemandans þannig að hægt sé að velja efni og aðferðir sem skila honum sem mestum árangri. Aðrar greiningar sem að gagni koma, eftir atvikum, geta verið frá sálfræðingi, lækni, sjúkraþjálfara, talmeinafræðingi o.fl.

Greining á vanda nemanda og sérkennsla er ætíð unnin í samráði við foreldra/forráðamenn.
Sé um að ræða alvarlegan námsvanda er skrifuð einstaklingsmiðuð námskrá fyrir nemandann þar sem vikið er frá hinni almennu skólanámskrá eftir þörfum. Gott samstarf sérkennara og umsjónarkennara er einnig grundvallaratriði.

 

Umsjónamenn með sérkennslu eru

Sérkennsla 1. 2. 4, og 5. bekkur :  Helga Gunnarsdóttir
Sérkennsla 3, 4,  og 5. bekkur: Ásdís Reynisdóttir
Sérkennsla 7. – 10. bekkur :  Annelise Larsen KaasgaardÁslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is