Skólabókasafn

Bókasafn hefur verið starfrækt í skólanum frá því haustið 2004.

Á safninu hafa nemendur aðgang að fjölbreyttum bókakosti, hvort heldur til fróðleiks eða skemmtunar.

Góð vinnuaðstaða er á safninu, þar sem nemendur hafa aðgang að ljósritunarvél, tölvum og prentara.

Haustið 2006 var ákveðið að nemendur 5. – 10. bekkja fengju allar námsbækur lánaðar á bókasafninu, þannig að tölvukerfi safnsins héldi utan um öll útlán bóka í skólanum.

Útlán safnsins árið 2006 vor 12.552.

Skráð eintök í eigu safnins (1. jan. 2007) eru 12. 610.

Vel hefur gengið að byggja upp bókakost safnsins. Það þökkum við einkum íbúum hverfisins, sem margir hafa fært okkur góðar bókagjafir.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is