Námstækni

Verum erum virk í fjarnámi

Í ljósi aðstæðna gæti reynt meira á sjálfsaga þar sem stunda þarf nám að heiman.
Með góðu skipulagi og hugmyndavinnu er hægt að viðhalda rútínu og virkni í samkomubanni

Þá er mikilvægt:

• að setja sér upp raunhæft plan
• vinna í lotum
• hafa góða aðstæðu án truflunar til að sinna verkefnum sínum
• umbuna sér eftir að hafa áorkað

Námsvenjur

Veldur ákveðinn tíma dags þar sem þú ætlar að læra

Veldur ákveðinn stað til þess að læra á
• Þar sem þú verður ekki fyrir truflunum

Skráðu niður verkefni sem þú þarft að gera
• Forgangsraðaðu verkefnunum; hvað er mikilvægast og þannig koll af kolli

Gerðu námsplan fyrir daginn
• Gott að að ákveða hversu langan tíma þú ætlar að eyða í hvert verkefni. Dæmi um slíkt plan má sjá hér til hliðar

Glósutækni

Meta og aðgreina
• Finndu út hver aðalatriðin eru. Þá er oft gott að skoða kaflaheiti, fyrirsagnir, feitletraðan og skáletraðan texta og glærur/efni frá kennara

Framsetning
• Notaðu þín eigin orð. Það hjálpar þér að skilja efnið betur og auðveldar þér að muna það sem þú glósar. Það getur hjálpað þér að nota skammstafanir og tákn

Notaðu liti
• Það getur hjálpað að nota ólíka liti í glósunum

Hugarkort

• Unnið út frá miðju blaðs
• gott er að snúa langhlið að sér
• Skrifa skýrt og lárétt
• Eitt orð eða hugtak - annað undirskipað
• Nota liti, myndir, form, tákn og örvar
• Nota hugmyndaflugið – allt er leyfilegt

Lestækni

Að skima
• Þá er lesið yfir efnisyfirlit, fyrirsagnir kafla, texta undir myndum og samantektir
• Með því að skima texta fáum við góða tilfinningu fyrir því um hvað textinn er.

Djúplestur
• Lesa vel yfir textann - allur textinn er lesinn
• Nota áherslupenna til að strika undir aðalatriði eða það sem vekur áhuga
• Glósa aðalatriði
• Svara spurningum úr textanum (stundum eru spurningar aftast)

Upprifjun
• Skima aftur yfir textann
• Lesa yfir glósur

Gagnlegar heimasíður

Námstækni á vef Menntamálastofnunar

Útgefið efni á vef Menntamálastofnunar

Fræðslugátt Menntamálastofnunar

Hugmyndir um ánægjulegar athafnir til þess að viðhalda virkni:

• Púsla
• Teikna eða mála mynd
• Spila frisbí
• Búa til stuttmynd
• Lesa
• Taka til og endurraða í herberginu
• Hlusta á fyrirlestur
• Horfa á sjónvarp
• Spila á spil
• Leysa krossgátu, sudokú eða álíka
• Skrifa sögu, ljóð eða leikrit
• Syngja / dansa
• Tefla skák
• Leira
• Fara í lautarferð / fjöruferð
• Spila körfubolta / fótbolta
• Taka ljósmyndir
• Safna hlutum úr náttúrunni, t.d. steinum
• Gönguferð
• elda mat / baka
• Vinna heimilisstörf
• Prjóna / sauma
• Stunda fuglaskoðun / stjörnuskoðun
• Leika sér í snjónum, sandi eða læk
• Fara í hjólatúr
• Föndra


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is