Google

Hér fyrir neðan finnur þú mikið af kennslumyndböndum um Google kerfið ásamt tillögum að rafrænum verkefnum, kynningu á öppum og forritum í kennslu. Þetta er aðallega ætlað kennurum sem langar til að nýta sér tækni í kennslu einnig er þetta gott fyrir fróðleiksfúsa nemendur.

Google Classroom

Google Classroom er stafræn kennslustofa þar sem hægt er að senda verkefni á nemendur og fylgjast með framvindunni á meðan á vinnu stendur. Einnig er hægt að setja inn tilkynningar, spurningar og hlekki á vefsíður ásamt fjölmörgum öðrum hlutum. Mörg kennsluforrit tengjast beint við Classroom og senda jafnvel niðurstöður beint inn í Classroom þegar vinnu er lokið. Kennslumyndbönd um Gsuite og Google Classroom

Google Drive

Google Drive er heimasvæðið þitt í kerfinu. Þarna inni eru öll skjöl og allar möppur sem þú átt eða einhver hefur deilt með þér. Hérna finnur þú kennslumyndbönd um helstu aðgerðirnar sem þú þarft að kunna til að geta nýtt þér til fullnustu allt það frábæra sem Gsuite kerfið býður upp á.

Google Docs

Google Docs er ritvinnslan í Google. Í Docs er unnið með texta og virkar Docs eins og Word en ekki með eins mörgum valmöguleikum. Við notum Docs í ritunarverkefni, ritgerðir og þess háttar. Fjölmargar viðbætur er hægt að sækja í Docs sem auðvelda kennurum og nemendum að framkvæma ýmsa hluti sem ekki er hægt annars staðar. Við mælum með að kíkja á Viðbætur síðuna til að sjá hvað við erum að nota.

Google Slides

Google Slides er glæruforritið í Gsuite. Forritið er einfalt og þægilegt í notkun og hefur marga hluti sem ekki er hægt að finna í öðrum sambærilegum glæruforritum. Við bendum ykkur á að kíkja á viðbæturnar sem fylgja Slides og sérstaklega á Kanna hnappinn sem virkjar gervigreindina til að setja upp glærur fyrir mann með tilheyrandi tímasparnaði.

Google Forms

Google Forms er forrit þar sem hægt er að setja upp próf, spurningar og eyðublöð til að safna upplýsingum. Forritið er einfalt en virkar mjög vel. Við bendum ykkur á að kíkja á Rafræn próf síðuna þar sem hægt er að finna fjölmörg verkefni með innbyggðum svarlyklum sem hægt er að sækja og nýta sér í ykkar vinnu.

Google Sites

Google Sites er heimasíðuforritið í Google. Sites er bráðsniðugt í alls konar verkefnavinnu eins og t.d. rafrænar ferilmöppur, verkefnaskil og fyrir kennara sem búa til mikið af kennslumyndböndum og vilja hafa þau aðgengileg fyrir nemendur. Hægt er að stilla hverjir geta séð síðurnar sem er bráðsniðugt fyrir vinnu nemenda.

Gmail

Gmail gott póstforrit

Google Drawings

Google Dravings er teikniforrit

Google Hangouts Meet

Google Meet er gríðarlega öflugt tæki til að halda fundi/kennslustundir í gegnum netið. Hérna getur þú séð myndbönd sem sýna þér hvernig þú byrjar að búa til viðburð og senda hann til nemenda.

Google viðbætur

Google viðbætur. Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki. Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem við erum að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta. Ef þú ert nýliði í heimi viðbóta skaltu byrja á því að skoða myndbandið- Að setja inn viðbætur.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is