Hagnýtar upplýsingar
Forföll nemenda
Öll veikindi ber að tilkynna á skrifstofu skólans daglega í síma eða með tölvupósti (aslandsskoli@aslandsskoli.is) strax að morgni. Einnig er hægt að tilkynna veikindi nemenda í gegnum Mentor. Ef nemandi á að vera inni í frímínútum þá þurfa foreldrar/forráðamenn að óska eftir því skriflega til umsjónarkennara. Innivera miðast við tvo daga eftir veikindi. Nemandi sem á að vera inni í frímínútum bíður fyrir framan skrifstofu.
Frímínútur
Nemendur í 1. - 7. bekk fara út í frímínútur en nemendur í 8. - 10. bekk mega vera inni. Kennarar fylgja nemendum út í frímínútur. Skólaliðar sinna gæslu á skólalóð.
Matar-og nestismál
Nemendur fá stuttan tíma fyrir morgunhressingu (eingöngu drykkur/ávöxtur/grænmeti) sem þeir koma með að heiman. Þeir nemendur sem þess óska geta keypt drykkjaráskrift og/eða hádegismat í skólanum. Umsjónarmenn sækja drykkjaráskrift í kæli hjá matsal.
Hádegismatur sem keyptur er í mataráskrift er snæddur í matsal skólans. Þeir nemendur sem koma með nesti að heiman snæða það á efri hæð.
Ef forráðamenn nemenda í unglingadeild óska eftir því að nemendur komi heim í hádegismat þurfa þeir að skrifa undir formlegt leyfi á þar til gert eyðublað og skila til umsjónarkennara.
1. bekkur fer í mat klukkan 10:50, 2. - 5. bekkur klukkan 11:10 og 6. - 10. bekkur klukkan 11:35.
Ekki er leyfilegt að koma með sætindi, kökur og gos í skólann.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla