Reglur í Íþróttum

1.-4. bekkur

Reglur í íþróttum

Nemendum er ekið í íþróttir. Brýna þarf fyrir nemendum að fylgja settum reglum, sjá reglutöflu SMT. Reglur eru kynntar og kenndar í upphafi hvers skólaárs.

Nemendur eiga allir að mæta í íþróttir hvort sem þeir geta tekið að fullu þátt í kennslustund eða ekki.

Ef nemendur eru með miða að heiman um að þeir eigi ekki að taka þátt í kennslustundinni afhenda þeir íþróttakennara miðann.

Nemendur eiga að hafa viðeigandi íþróttafatnað meðferðis (stuttbuxur/íþróttabuxur og stutterma/langerma íþróttabolur). Æskilegt er að nemendur fari í sturtu eftir íþróttir en það er samt sem áður valfrjálst.

Nemendur í 1. bekk eiga að vera berfættir en æskilegt er að aðrir séu í skóm.

Gleymi nemandi íþróttafötum horfir hann á hjá kennara.

Foreldrum ber að tilkynna á skrifstofu skólans ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþróttum og þarf leyfi frá kennslustundinni. Nemendum ber að mæta í tímann og horfa á.

 Ef nemandi mætir ekki í þrjú skipti í röð í íþróttir hvort sem um er að ræða leyfi eða fjarvist þá hefur íþróttakennari samband við umsjónarkennara viðkomandi nemanda. Umsjónarkennari kannar málið og gerir viðeigandi ráðstafanir. Ef þetta eru allt veikindi þá þarf skólanum að berast vottorð varðandi veikindin.


5.-10. bekkur

Reglur í íþróttum

Nemendum er ekið í íþróttir. Brýna þarf fyrir nemendum að fylgja settum reglum, sjá reglutöflu SMT. Reglur eru kynntar og kenndar í upphafi hvers skólaárs.

Nemendur eiga allir að mæta í íþróttir hvort sem þeir geta tekið að fullu þátt í kennslustund eða ekki. 

Ef nemendur eru með miða að heiman um að þeir eigi ekki að taka þátt í kennslustundinni afhenda þeir íþróttakennara miðann.

Nemendur eiga að hafa viðeigandi íþróttafatnað meðferðis (stuttbuxur/íþróttabuxur og stutterma/langerma íþróttabolur). Æskilegt er að nemendur fari í sturtu eftir íþróttir en það er samt sem áður valfrjálst.

Æskilegt er að allir séu í íþróttaskóm, þó ekki skylda.

 Gleymi nemandi íþróttafötum (0,25 fjarvistarstig) horfir hann á hjá kennara.

 Foreldrum ber að tilkynna á skrifstofu skólans ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþróttum og þarf leyfi frá kennslustundinni. Nemendum ber að mæta í tímann og horfa á.

 Ef nemandi mætir ekki í þrjú skipti í röð í íþróttir hvort sem um er að ræða leyfi eða fjarvist þá hefur íþróttakennari samband við umsjónarkennara viðkomandi nemanda. Umsjónarkennari kannar málið og gerir viðeigandi ráðstafanir. Ef þetta eru allt veikindi þá þarf skólanum að berast vottorð varðandi veikindin.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is