Skólafatnaður

Skólafatnaður

Í Áslandsskóla er skólafatnaður og honum klæðast allir nemendur skólans.

Skólafatnaður samanstendur af buxum og bolum frá Henson, flíspeysu frá Cintamani og hettupeysum frá Bros merktum Ásnum.

Mátun og sala skólafatnaðar fer fram á skólasetningardaginn. Föt eru aldrei afhent nema búið sé að greiða fyrir þau. 

Allir nemendur Áslandsskóla klæðast skólafatnaði.

Skólafatnaður fyrir 1. – 6. bekk er flíspeysa, bolur og buxur. Litirnir eru blár og rauður.

Skólafatnaður fyrir 7. – 10. bekk er merkt Félagsmiðstöð skólans Ásnum ásamt merki skólans. Nemendur geta valið á milli hettupeysu eða renndrar íþróttapeysu svörtum að lit.

Skólafatanefnd sem samanstendur af 3 fulltrúum frá foreldrum og 2 fulltrúum frá skólanum setja saman skólafatnað fyrir ár hvert.  Skólinn sér um lagerstöðu, pantanir og sölu á skólafatnaði.

Pöntunarblað fyrir skólafatnað er hægt að nálgast á skrifstofu skólans.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is