Félagsmiðstöðin Ásinn

Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt frístundasstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Í grunnskólum Hafnarfjarðar eru starfandi sjö félagsmiðstöðvar  og er húsnæði þeirra í grunnskólunum. 

Hlutverk félagsmiðstöðva er tvíþætt. Annars vegar er hlutverk þeirra að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Hópastarf og opið starf eru þar kjölfestan. 

Gert er ráð fyrir að þjónustutími félagsmiðstöðva sé tvískiptur. Annars vegar er um að ræða viðveru verkefnastjóra á skólatíma barna og unglinga. Á skólatíma er opið í félagsmiðstöðvum í frímínútum og hádegishléum auk þess sem börnin og unglingarnir geti kíkt við og rætt við verkefnastjóra ef eitthvað liggur þeim á hjarta. Hins vegar er um að ræða almennan opnunartíma eða kvöldopnanir. 

Markmið félagsmiðstöðva

Markmið félagsmiðstöðva er að ná til allra nemenda í miðdeildum og unglingadeildum skólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

·         Félagsmiðstöðin skal vera vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.

·         Félagsmiðstöðin skal halda úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við nemendaráð sem tekur mið af áhugamálum unglinganna hverju sinni.

·         Starfið skal einkennast af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og unglingalýðræði. 

·         Félagsmiðstöðin skal leitast við að ná til þeirra unglinga sem ekki stunda heilbrigt tómstundarstarf eða teljast til áhættuhóps.

·         Félagsmiðstöðin skal vera vakandi yfir þörfum samfélagsins og fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á unglingana með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi.

·         Félagsmiðstöðin skal leitast við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu.

 

Leiðir að markmiðum

·         Notast við leiðir unglingalýðræðis eins vel og kostur er.

·         Boðið er upp á fjölbreytt starf þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

·         Tengjumst börnum og ungmönnum á fjölbreyttan hátt s.s. með hópastarfi, með samtölum og virkri hlustun, opnu húsi og fjölbreyttri dagskrá.

·         Gefum börnum og ungmennum  tækifæri og vettvang til að framkvæma hugmyndir sínar og tryggja þannig að styrkleikar og hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín.

·         Ýtum undir virkni, gagnrýna og skapandi hugsun.  

·         Í leitarstarfi félagsmiðstöðva  er  leitað og unnið með nemendum sem sýna áhættuhegðun, eða eru með lélega sjálfsmynd. 

·         Stöndum fyrir markvissri fræðslu, forvarnar og leitarstarfi og beitum fjölbreyttum aðferðum til auka líkur á árangri í forvörnum.

·         Mætum ungu fólki  á þeirra forsendum og sýna þeim   virðingu og trúnað í samskiptum.

·         Stöndum fyrir fjölbreyttu hópastarfi sem tekur mið af áhuga og þörfum hvers og eins. 

·         Setjum skýrar og einfaldar reglur sem börn og ungmenni taka sjálf þátt  í að móta og almenn samstaða ríkir um.

·         Börn og ungmenni taka þátt í  stefnumótun verkefna.

·         Deildarstjóri félagsmiðstöðvar situr nemendaverndarráðsfundi þegar skólastjóri kallar viðkomandi inn á fundi og/eða teymisfundi vegna sérstakra mála

 

Opnunartími Ássins

 

Fyrir 8., 9. og 10. bekk er opið þrjú kvöld í viku frá 19.30- 22:00, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Hópastarf er einu sinni til tvisvar í vikur frá kl. 17:00-19:00 og auglýst fyrir þann hóp sem er verið að vinna með. 

Fyrir 5. til  7. bekk er starf er einu sinni í viku kl. 17:00-19:00 og er það auglýst sérstaklega fyir þann hóp.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is