Fréttir: 2013

29.11.2013 : Ratleikur - sveigjanlegt skólastarf

Eins og fram kemur á skóladagatali er sveigjanlegur skóladagur á mánudag, 2. desember.
Þann dag förum við í fullveldis-ratleikinn okkar.
Nemendur í 1.-7. bekk verða hér í kringum skólann en nemendur í unglingadeild í ratleik viðs vegar um Hafnarfjörð sem endar í Hellisgerði.

Ratleikur / sveigjanlegur dagurFlórgoði

29.11.2013 : Heimasíða

23.11.2013 : Skipulagsdagur

Skólaþing   Áslandsskóla 2013

16.11.2013 :  Vel heppnað skólaþing

Skólaþing Áslandsskóla var haldið í gær, miðvikudaginn 13.11.2013 og var ákaflega vel heppnað.

Einstaklega ánægjulegt var að ganga um skólann og sjá nemendur og starfsmenn að störfum og í hrókasamræðum um umræðuefnin. 

Helstu umræðuefni voru matartíminn, frímínútur og notkun snjallsíma í skólastarfi.

Skólaþing   Áslandsskóla 2013

16.11.2013 : Skólaþing / sveigjanlegur skóladagur

Miðvikudagurinn 13. nóvember er sveigjanlegur dagur á skóladagatali.  Allir nemendur mæta í skólann kl. 8.10 þennan dag og starfa fram yfir hádegisverð.  Eftir hádegisverð fara þeir sem eiga dvöl í heilsdagsskóla þangað, aðrir nemendur heim á leið.  Nemendur munu einbeita sér að skólaþingi þennan dag og fara því ekki í  skólaíþróttir.

Skólaþing   Áslandsskóla 2013

16.11.2013 : Skólaþing Áslandsskóla 2013

Skólaþing verður haldið í Áslandsskóla miðvikudaginn 13. nóvember 2013 frá klukkan 8.10 og fram að hádegismat.  Er þetta í fyrsta skipti sem skipulag er með þessum hætti á einum af sveigjanlegum skóladögum haustsins.

Einn af grunnþáttum menntunar er Lýðræði og mannréttindi og má segja að sá grunnþáttur tengist með beinum hætti skipulagi skólaþings.

“Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins.  Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega.  Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær.” (úr Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls 21)

Markmiðið með skólaþingi er að nemendur geti haft áhrif á skólann sinn og þær ákvarðanir sem eru teknar, enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir séu virtar.

Lýðræði snýst ekki um að sigra heldur um að taka þátt, það snýst ekki um samkeppni heldur um samvinnu. Ef það á að vera réttlátt þá þurfa allir að hafa jafna möguleika til að taka þátt.

“Lýðræði er mikilvægt á vettvangi skólans. Í fyrsta lagi þurfa skólar að taka mið af því að barna og ungmenna bíður það verkefni að taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er mikilvægt að börn læri um þess háttar samfélög.  Í öðru lagi þurfa skólar að taka mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildum hvers og eins.  Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði”.

Í Flórgoða dagsins gefur að líta skipulag skólaþings 2013, hver umræðuefnin eru og hverjar eru lykilspurningar í hverri deild fyrir sig.

Í kjölfar þings förum við yfir tillögur þingfulltrúa og metum framhaldið. 

Auk þess munum við skoða vandlega framkvæmd þingsins og hvernig skipulagi þess verður best háttað á næsta skólaári.

 

Með skólakveðju

 

Leifur S. Garðarsson

Skólastjóri

15.11.2013 : SKÓLARÁÐ

FlórgoðiLögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri ber ábyrgð á því að skólaráð sé virkt og það setji sér starfsreglur.

Í skólaráði Áslandsskóla skólaárið 2013-2014 sitja:

Leifur S. Garðarsson skólastjóri
Unnur Elfa Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri
Smári Snær Sævarsson fulltrúi nemenda
Hekla Sóley Arnarsdóttir fulltrúi nemenda
Kristín Dögg Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra
Þórey Hallbergsdóttir fulltrúi foreldra
Díana Ívarsdóttir fulltrúi kennara
Jónína Dögg Loftsdóttir fulltrúi kennara
Katrín Karlotta Brandsdóttir fulltrúi annars starfsf.
Jónína Ósk Ingólfsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags

15.11.2013 : SKÓLASETNING

25.10.2013 : 25.okt. Einstefna á skólalóð

EinstefnaEinstefna á skólalóð.

...meira
Vinabekkir

2.5.2013 : Ný frétt

Aðaltexti kemur hér og heldur áfram

1.3.2013 : Páskabingó

14.2.2013 : ÞRÍDRANGAR

4.2.2013 : Foreldradagur

18.1.2013 : Nafnasamkeppni

11.1.2013 : Hrós vikunnar


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is