Fréttir: 2021

17.12.2021 : Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

Einn af jólasiðum Áslandsskóla er að sýna í verki þjónustu við samfélagið sem er ein af hornstoðum skólans.

...meira

13.12.2021 : Jóladagskráin í jólaviku skólans

Vikuna 13-17 des er jólavika í skólanum og skólastarfið brotið uppá margvíslegan hátt.  Til dæmis með jólasöngstundum, jólamat og að sjálfsögðu litlujólum föstudaginn 17. des, dagskrá sem hér segir...

...meira

18.11.2021 : Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg þessa vikuna, dagana 15. - 19. nóvember um land allt. Vegna hertra samkomutakmarkana er ljóst að það verður ekki hægt að bjóða alla velkomna í félagsmiðstöðina okkar eins og hefðin hefur verið hjá okkur og verður það að bíða betri tíma. 

...meira

18.11.2021 : Ný setustofa á unglingagangi í boði foreldrafélagsins

Helgina 20-21. nóvember komu fulltrúar Foreldrafélags Áslandsskóla færandi hendi og gáfu nýja "setustofu" á unglingaganginn.

...meira

4.11.2021 : Nýr aðstoðarskólastjóri

Nýr aðstoðarskólastjóri, Hálfdan Þorsteinsson, byrjaði í 1. nóvember 2021 í Áslandsskóla. 

...meira

3.11.2021 : Hrekkjavakan í Áslandsskóla

Föstudaginn 29. október síðastliðinn gerður nemendur í Áslandsskóla sér glaðan dag og tóku forskot á Hrekkjavökusæluna

...meira

12.10.2021 : Erasmus heimsókn erlendra gesta í Áslandsskóla

Dagana 30. september og 1. október heimsóttu okkur 6 aðilar frá Pólandi og Rúmeníu í tengslum við Erasmus verkefni skólans. Þær Lilja Dögg Gylfadóttir og Guðný Haraldsdóttir, kennarar hér við Áslandsskóla, halda utan um þetta verkefni fyrir okkar hönd

...meira

24.9.2021 : Foreldradagur 4. október

Foreldraviðtalsdagur verður í Áslandsskóla 4. október næstkomandi, sama fyrirkomulag verður og síðastliðið ár og verða viðtölina rafræn.

...meira

17.9.2021 : 20 ára afmæli Áslandsskóla

Fimmtudaginn 16. september voru liðin 20 ár síðan Áslandsskóli var stofnaður og var dagurinn haldinn hátíðlegur hér í skólanum með ýmsu móti.

...meira

18.8.2021 : Skólasetning 24. ágúst

Áslandsskóli verður settur þessa haustönn þriðjudaginn 24. ágúst, því miður er eingöngu hægt að bjóða aðstandendum 1. bekkjar og nýjum nemendum að vera viðstaddir sökum sóttvarnarráðstafana.

...meira

3.6.2021 : Skólaslit 1. – 9. bekkjar 10.júní. og útskrift 10. bekkjar 9. júní

Skólaslit fyrir nemendur í 1. – 9.bekk eru fimmtudaginn 10.júní, útskrift 10.bekkjar er miðvikudaginn 9. júní kl. 16:30.  Nemendur mæta á sal skólans á auglýstum tíma og fara eftir það í heimastofur með umsjónarkennara og fá vitnisburð vetrarins.

...meira

12.5.2021 : Útskrift 10. bekkjar verður 9. júní

Ákveðið hefur verið að útskrift hjá nemendum í 10. bekk verði seinnipart miðvikudags 9. júní (nánari tímasetning kemur síðar).

...meira

6.5.2021 : Unglingarnir með yngri bekkina í leikjum meðan starfsfólk fór í bólusetningu

Miðvikudaginn 5. maí fór stór hluti af starfsliði Áslandsskóla í bólusetningu.  Þá var ekki að spyrja að unglingunum okkar sem tóku að sér að sjá um leiki með yngri bekkjunum.

...meira

28.4.2021 : Skóladagatal næsta vetrar

Skóladagatal Áslandsskóla fyrir skólaárið 2021-2022 er komið út og er aðgengilegt hér á vefnum undir Skólinn > Skóladagtal

...meira

28.4.2021 : Skráning í sumarfrístund er hafin | Registration for summer activities is now open

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021. Skráning fer á mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar.

...meira

20.4.2021 : Menningarvika Áslandsskóla - myndir

Vikuna fyrir páskafrí var haldin menningarvika hér í Áslandsskóla, þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur gerðu sér margt til gamans.  Því miður náðum við ekki að halda Menningardaginn sjálfan hátíðlegan vegna nýrra sóttvarnareglna þegar skólinn fór fyrr í páskafrí.

...meira

12.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022 || After-school centers are now open for registration

...meira

24.3.2021 : Fulltrúi Áslandsskóla í sigurliði í Danskeppni Samfés

Danshópurinn TheSuperKidsClub Xtra Large unnu 1. sæti í hópaflokki 13 ára + í danskeppni Samfés.  Áslandsskóli á einmitt fulltrúa í þeim hópi.

...meira

22.3.2021 : Nemendur úr Áslandsskóla í 3ja sæti Stíls

Þrjár stúlkur úr 9. bekk Áslandsskóla stóðu sig með mikilli prýði í Stíl - Hönnunarkeppni unga fólksins, og enduðu í 3ja sæti

...meira

19.3.2021 : 10. bekkur sigraði í Fjármálaleikunum

10. bekkur bar sigurorð í Fjármálaleikum Fjármálavits þetta árið og hlutu að launum 150.000 krónur í verðlaunfé auk farandbikars.  Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kom í heimsókn og afhenti þeim verðlaunin.

...meira

17.3.2021 : Stóra upplestrarkeppnin

Föstudaginn 12. mars síðastliðinn voru undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar hér í Áslandsskóla haldin.  10 nemendur úr 7. bekk fluttu kafla úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð að eigin vali.

...meira

10.3.2021 : Viðbrögð við jarðskjálfta

Vegna þeirrar jarðskjálftahrinu sem gengið hefur yfir svæðið undanfarnar vikur þá viljum við benda á Viðbragðsáætlana svæðið hér á síðunni okkar undir Skólinn.

...meira

10.3.2021 : Samdræmd Próf - Nýjar dagsetningar

Eins og flestum er kunnugt um var samræmdu prófunum frestað nú í vikunni og var það sett í hendur hvers og eins skóla að finna sér nýjar dagsetningar.  Áslandsskóli hefur ákveðið að prófin fari fram 16. og 17. mars.

...meira

9.2.2021 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Af því tilefni kynnum við til leiks síðu sem Anna María Proppé og Vilborg Sveinsdóttir #UTHaf, settu saman og hefur að geyma upplýsingar og efni fyrir nemendur, kennara og aðstandendur á einum stað.  Einnig er kominn tengill hér á forsíðuna til hliðar fyrir Netöryggistengla.

...meira

20.1.2021 : Viðtalsdagur með rafrænum hætti

Foreldraviðtöl eru í Áslandsskóla þriðjudaginn 2.2.2021. Viðtölin verða með rafrænum hætti.
Umsjónarkennarar opna fyrir skráningar forráðamanna miðvikudaginn 20.01.2021.

...meira

19.1.2021 : Lestrarkeppni grunnskólanna - Samrómur

Áslandsskóli tekur þátt í lestrarkeppni grunnskóla landsins. Lestrarkeppnin verður haldin í annað sinn þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm...

...meira

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is