Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar

20.12.2022

Einn af jólasiðum Áslandsskóla er að sýna í verki þjónustu við samfélagið sem er ein af hornstoðum skólans. Nemendur og starfsmenn hafa komið með frjálst framlag í desember í skólann til að sýna samhug í verki. Við munum eins og undanfarin ár styrkja Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Í morgun kom fulltrúi frá þeim til að taka við styrknum en styrkurinn fer í að aðstoða þær fjölskyldur í Hafnarfirði sem þurfa á aðstoð að halda í desember. Hér eru nemendur í 5. bekk með okkur við afhendingu og fulltrúi Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar sagði frá og fræddi þau um í hvað styrkurinn fer.

Gleðilega jólahátíð.Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is