Brunaæfing

21.3.2023

16. mars var brunaæfing haldin við Áslandsskóla. Allir nemendur og starfsfólk skólans fylgdu brunaáætlun sem hafði verið undirbúin og brugðust við af kostgæfni er brunabjallann fór af stað. Arkað var í röðum á útisvæði skólans þar sem nemendur komu sér fyrir á sínum stöðum og kennar höfðu nafna tal. Það tók 4 mín. og 18 sek. að rýma skólann og koma öllum á sína staði sem er afbragðs tími og verður gaman að bera tímann saman við næstu æfingu sem verður ekki undirbúin.
Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is