CodeBotting - erlendir gestir í Áslandsskóla

Auka vitund og hæfni nemenda til forritunar

6.3.2018

Í dag er von á 11 aðilum vegna Erasmus-verkefnis sem skólinn tekur þátt í. Gestirnir koma frá Noregi, Finnlandi, Eistlandi og Spáni. 

Hópurinn mun funda hér í húsinu, kíkja í kennslustofur og kynnast starfinu í Áslandsskóla, ásamt því að næstu skref verkefnisins verða skipulögð.

Verkefni kallast CodeBotting og er tilgangur þess að auka vitund og hæfni barna til forritunar, róbóta og lausnamiðaðra forrita sem nýtast í námi og daglegu amstri.

Verkefnið er annað tveggja Erasmus verkefna sem Áslandsskóli er þátttakandi að á þessu skólaári.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is