Ein breyting á skólastarfi

9.12.2020

Þær breytingar verða á skólastarfi á morgun, fimmtudaginn 10.12.2020 að grímuskylda nemenda í unglingadeild er afnumin. Hún verður því valfrjáls, því vel getur verið að einhverjir nemendur kjósi að nota grímur. Þetta er eina breytingin á þessum tímapunkti.

Rétt er að ítreka í þessu sambandi að grímuskylda er áfram hjá kennurum/starfsfólki í unglingadeild vegna 2ja metra fjarlægðartakmarkanna, grímuskylda er áfram hjá starfsfólki á opnum svæðum og grímuskylda er áfram hjá starfsfólki í mötuneyti skólans.

Von er á nýrri reglugerð fyrir áramót um skólastarf eftir áramót.

Vonandi berst hún tímanlega svo stjórnendur fái gott rými til að þess að skipuleggja og hægt sé að upplýsa starfsfólk, forráðamenn og nemendur með góðum fyrirvara.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is