Ellý sigraði Söngkeppni Hafnarfjarðar

27.3.2023

Söngkeppni Hafnarfjarðar var haldin hátíðlega núna í mars. Það voru 10 atriði skráð frá 7 skólum og því ekki öfundsvert fyrir dómara keppninnar að þurfa að velja úr þessum flotta hópi. Áslandsskóli átti frábæran fulltrúa Ellý Hákonardóttur sem fór alla leið. Hún var ein af tveimur flytjendum sem komust áfram og mun syngja fyrir hönd Hafnarfjarðar í söngkeppni Samfés sem fram fer í byrjun maí. Ellý flutti lagið Strange með söng konuninni Celeste. Ísak Gunnarsson var kynnir á keppninni og stóð sig alveg frábærlega eins og við var að búast.
Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is