Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan

18.11.2021

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg þessa vikuna,  dagana 15. - 19. nóvember um land allt. Vegna hertra samkomutakmarkana er ljóst að það verður ekki hægt að bjóða alla velkomna í félagsmiðstöðina okkar eins og hefðin hefur verið hjá okkur og verður það að bíða betri tíma.

 Okkur í félagsmiðstöðinni Ásnum langar til þess að nota tækifærið og senda á ykkur smá kveðju og við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur starfið okkar.
https://www.aslandsskoli.is/tomstundamidstod/asinn/myndbond/

Inn á heimasíðu skólans er hægt að nálgast upplýsingar um félagsstarf skólans ásamt símanúmerum, Facebook hópum fyrir foreldra ásamt Instagram-síðunni okkar:
https://www.aslandsskoli.is/tomstundamidstod/asinn/

Við tókum okkur til og gerðum fréttabréf fyrir nóvember sem við hvetjum ykkur til þess að kíkja á, en þar er að finna ennþá fleiri upplýsingar eins og hópastarf, dagskrá unglingadeildar fyrir nóvember, kynning á starfsfólki Ássins ásamt nemendaráðinu okkar.
https://www.aslandsskoli.is/tomstundamidstod/asinn/frettabref-assins/

Þeir sem hafa áhuga á að vita ennþá meira um félagsstarf unglinganna í Hafnarfiðir þá mælum við með að þið kíkið á grein um félagsmiðstöðva- og ungmennahúsastarf sem er að finna inn á vef Hafnarfjarðar:
https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/tofrar-felagsmidstodva-og-ungmennahusa

Við viljum svo enda á því að þakka foreldrafélaginu fyrir frábæra gjöf en þau komu færandi hendi um helgina og innréttuðu yndislegt kósýhorn fyrir okkur á unglingaganginum, sem hefur heldur betur slegið í gegn - Takk kærlega fyrir okkur!

Ykkur er alltaf velkomið að heyra í okkur ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið bara spjalla J

Bestu kveðjur,

Eva Björk, Fanney, Rafn Orri, Hekla Sóley,

Gísli Geir, Arna Ýr, Karl Viðar og Rakel

 

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is