FJÖLGREINDARLEIKAR 2022

9. - 10. nóvember

14.11.2022

Fjölgreindarleikar Áslandsskóla í anda Gardners fóru fram 9. - 10. nóv. Fjölgreindarkenning Howards Gardners byggir á því að greind mannsins samanstandi af 7 eða fleiri jafngildum greindarsviðum. Þess vegna eru leikarnir miðaðir að því að allir geti sýnt styrkleika sinn á einhverjum tímapunkti. Nemendum var skipt upp í 38 hópa þvert á árganga. Undir dyggri stjórn nemenda í unglingadeild sem voru fyrirliðar hópsins voru leyst 38 verkefni sem undirbúin voru af kennurum. Meðal stöðva sem sem kennarar buðu upp á voru tónlistargleði, núvitund, hver er fuglinn, pútt, Pac-man, Tangram, orðaleit, Just Dance, snerting og skynjun o.mfl. 

Gaman var að fylgjast með samvinnu nemenda og hvernig traust á milli þeirra óx með hverju verkefninu. Ábyrgð fyrirliða var aðdáunarverð enda aðstoðuðu þau, léku við og héldu utan um yngstu krakkana af mikilli hlýju og tillitssemi. Það kæmi því ekki á óvart að sterk vinasambönd hafi orðið til sem eiga eftir lifa og dafna um ókomin ár.





Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is