Foreldradagur 4. október

24.9.2021

Foreldraviðtalsdagur verður í Áslandsskóla 4. október næstkomandi, sama fyrirkomulag verður og síðastliðið ár og verða viðtölin rafræn.

Foreldrar bóka tíma á Mentor hjá umsjónarkennara hvers nemanda og verður lokað fyrir skráningar þriðjudaginn 28. september, í kjölfarið munu foreldrar 1. - 5. bekkjar fá rafrænt fundarboð á sín netföng.  Nemdnur 6. - 10. bekkjar mun fá fundarboð á @hfjskoli.is google netfangið sitt.  Ætlast er til að bæði nemendur og forráðamenn taki þátt í viðtalinu.

Nánari leiðbeiningar koma í tölvupósti til foreldra.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is