Fræðslufundur um námsmat

Námskvarði, námsmat og skráning

26.2.2019

Kæru foreldrar

Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir því hvaða kröfur eru gerðar og hvernig skólinn hyggst meta vinnu nemenda í náminu.
Nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn skóla þurfa að geta skilið niðurstöður námsmats á svipaðan hátt sem er forsenda þess að unnt sé að nýta upplýsingarnar til að bæta nám og kennslu.

Til að koma til móts við þarfir og útskýra betur hvað hér er átt við verður fræðslufundur fyrir foreldra á sal skólans þriðjudaginn 5. mars kl. 8:15-9:00. Þar munu fulltrúar úr námsmatsteymi skólans fara yfir námskvarða, námsmat og skráningu.

Ég hvet foreldra til að koma og fræðast.

Skólakveðja

Leifur skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is