Framlag skólasamfélagsins til Mæðrastyrksnefndar

7.12.2020

Við í Áslandsskóla höfum haft þann sið undanfarin þrettán skólaár að hver nemandi/starfsmaður mæti með lokað umslag með frjálsu framlagi til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar í stað pakkaleikja fyrir jólin.

Nemendur afhenda sínum umsjónarkennara framlag sitt á tímabilinu miðvikudaginn 9. desember til föstudagsins 11. desember.

Þessi hugsun okkar tengist einni af hornstoðunum okkar fjórum, þjónustu við samfélagið. 

 
Fjármunum verður síðan safnað saman og þeir afhentir fulltrúa Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar á stofujólum föstudaginn 18. desember.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is