Grunnskólahátíð

6.2.2019

Í dag höldum við skólar og félagsmiðstöðvar Hafnarfjarðar upp á Grunnskólahátíðina.
Sýningar á atriðum frá öllum skólum fara fram núna kl:11.30, 13.00 og 14.30. En krakkar frá okkur hafa lagt á sig mikla vinnu síðustu vikur að semja dansatriði við lag úr söngleiknum Hairspray og vitum við að þau eiga eftir að vera okkur til sóma.

Miðasala á ballið sem haldið er um kvöldið hefur farið fram síðustu vikuna og lýkur miðasölu nú um 12:00. Það er mjög stór hluti unglingadeildarinnar okkar að fara á ballið. Mæting er upp í Áslandsskóla kl:18.00 og er það mjög mikilvægt að allir unglingarnir komi með okkur í rútunni upp á öryggi og til að koma í veg fyrir öngþveiti á strandgötu. Uppi í skóla er farið yfir skráningu, gerð er leit á krökkunum, farið er yfir allar reglur og öryggisatriði og þau fá armband með númeri á. Með hópnum fara allir 6 starfsmenn Ássins, tveir kennarar og ég deildarstjóri tómstunda.
Áætluð heimkoma er um 22.30 upp í Áslandsskóla og er mælst til að foreldra sæki þangað ef unglingar eiga heima langt frá.

Mjög mikilvægt er að krakkarnir séu búnir að borða vel áður en þau mæta á svæðið þar sem þetta er langur tími á ballinu, en það er sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa pizzusneiðar, kristal, gos og ýmislegt nammi - hægt verður að borga með korti.

Þær reglur sem gilda á uppákomum á vegum félagsmiðstöðva eru þær að lagt er bann við allri notkun áfengis, vímuefna, tóbaks, orkudrykkja, vape (rafsígarettur) og gervimunntóbaks (kick-up).
Í allri starfssemi félagsmiðstöðva gilda þær reglur að kurteisi er höfð í hávegum og farið er eftir fyrirmælum starfsmanna. Sé reglum ekki fylgt er haft samband við foreldra eða forráðamenn og þeim gert að sækja sinn ungling.

Að lokum minnum við á að skólarnir eru búinn að gefa frí í fyrstu tveim kennslustundunum á morgun.
Það á við alla sama hvort þeir fara á ballið eða ekki.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is