Hefðbundin stundaskrá frá 6.1.2021

5.1.2021

Til forráðamanna í Áslandsskóla

Nýjar sóttvarnarreglur bárust frá yfirvöldum 21. desember 2020.

Skólastjórnendur í Hafnarfirði funduðu um þær reglur með fulltrúum mennta- og lýðheilsusviðs í gær.

Samkvæmt þeim er ljóst að full kennsla hefst í öllum árgöngum í Áslandsskóla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar 2021. Þar á meðal eru valgreinar og kennsla í íþróttum í íþróttahúsum og sundi í sundlaug hjá öllum nemendum.

Eins og að ofan greinir taka þessar breytingar gildi að morgni miðvikudaginn 6.1.2021. Nemendur mæta því skv. þeirri stundaskrá sem gilda átti allt skólaárið 2020-2021.

Með þessum breytingum hefjum við að nýju að bjóða upp á hafragraut að morgni og síðdegishressing nemenda í 5.-10. bekk hefst á ný. Nemendur matast í matsal skólans að nýju og mun nýr matseðill berast í dag ásamt því að birtast á vef skólans.

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Óbreyttar reglur verða vegna komu forrráðamanna og annarra inn í skólana. Miða skal slíkar komur við brýna nauðsyn t.d. vegna barna í vanda. Allir þurfa að sýna ítrustu smitgát og bera grímur og viðhafa fjarlægðarmörk.

Við vonumst til að hægt verði að halda þessari framkvæmd sem lengst en núverandi reglur gilda til 28. febrúar nk.

Skólakveðjur

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs. 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is