Heimalestur nýtt verklag

1.2.2016

Á dögunum var undirritaður læsissáttmáli Heimilis og Skóla við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meginmarkmið þess sáttmála eru að stuðla að aukinni lestrarfærni barna og unglinga með þátttöku og stuðningi foreldra.

Lestrarhæfni barna og unglinga er samfélagslegt verkefni og þurfum við því öll að taka höndum saman. Samstarf við foreldra er afar mikilvægt og í raun forsendan fyrir því að markmiðið náist þar sem lestrarkennslan fer fram í skólanum en æfingin heima.  Hlutverk ykkar sem foreldrar er að hvetja börnin til lesturs og sjá til þess að þau lesi daglega heima, hvort sem það er í skólabókum og/eða í bókum eða blöðum sem þau hafa valið sér.

Nemendur í unglingadeild fá lestrardagbók  í vikunni og þurfa foreldrara að kvitta fyrir heimalestur hjá þeim líkt og gert er í mið- og yngri deild skólans. Þetta er liður í því að bæta lestrarfærni nemenda okkar.
Við í Áslandsskóla erum að breyta hjá okkur verklagi varðandi heimalestur. 

Við ætlumst til þess að nemendur okkar lesi amk 5 daga vikunnar líkt og áður en nú munum við fylgja því mun fastar eftir. Búið er að móta verklagsreglur sem komnar eru inn á heimasíðu skólans. Ætlast er til að nemendur hafi samfellu í lestrinum og það líði ekki margir dagar án lesturs.

Hér fyrir neðan eru verklagsreglurnar sem við munum vinna eftir.

Verklagsreglur varðandi heimalestur nemenda 1. – 4. bekk

Verklagsreglur varðandi heimalestur nemenda 5.-7. bekk

Verklagsreglur varðandi heimalestur nemenda 8. – 10. bekk


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is