Hvenær mæta nemendur frá 23.11.2020

Sömu tímasetningar og áður

23.11.2020

Tímasetningar sem mikilvægt er að hafa í huga er varða yngsta stig:

Kl. 8.00 Skólinn opnar – inngangur í yngri deild, nemendur fara ekki í raðir heldur ganga beint inn í sína heimastofu.

Kl. 8.10 Kennsla hefst í 1.-4, bekk

Kl. 13.10 Kennslu lýkur í 1.-4. bekk, nemendur halda heim á leið eða í frístundaheimili


Tímasetningar sem mikilvægt er að hafa í huga er varða miðstig, 5.-7. bekk:

Kl. 8.20 Skólinn opnar – inngangur í miðrými, nemendur fara ekki í raðir heldur ganga beint inn í sína heimastofu, eða stofu sem bekknum hefur verið úthlutað.

Kl. 8.30 Kennsla hefst í 5.-7. bekk.

Kl. 11.30 Kennslu lýkur í 5.-7. bekk, nemendur matast í stofu og halda síðan heim á leið.


Tímasetningar sem mikilvægt er að hafa í huga er varða unglingastig, 8.-10. bekk:

Kl. 8.40 Skólinn opnar – inngangur í unglingadeild, nemendur fara ekki í raðir heldur ganga beint inn í sína heimastofu, eða stofu sem bekknum hefur verið úthlutað.

Kl. 8.50 Kennsla hefst í 8.-10. bekk.

Kl. 11.50 Kennslu lýkur í 8.-10. bekk, nemendur matast í stofu og halda síðan heim á leið.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is