Íþróttir og sund

19.10.2020

Við ný tilmæli sóttvarnarlæknis og staðfestingu ráðuneytis er ljóst að nemendur Áslandsskóla verða hér við skólann í íþrótta- og sundtímum næstu tvær til þrjár vikur.

Íþróttakennarar munu halda utan um nemendur í þessum kennslustundum, með eins fjölbreytta dagskrá og aðstæður leyfa.

Við ítrekum að mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri fyrir hvern skóladag.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is