Jóladagskráin í jólaviku skólans

13.12.2021

Vikuna 13-17 des er jólavika í skólanum og skólastarfið brotið uppá margvíslegan hátt. Til dæmis með jólasöngstundum, jólamat og að sjálfsögðu litlujólum föstudaginn 17. des.

16. desember er hefðbundinn skóladagur og verður jólasöngstund fyrir allan skólann og hvetjum við alla til að mæta í einhverju rauðu eða jólalegu.

Sama dag verður jólamatur, lambalæri með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu,  og býður skólinn öllum nemendum í jólamat og ís.

Föstudaginn 17. desember er síðasti dagur skólastarfs fyrir jól, þann dag er sveigjanlegt skólastarf með stofujólum og jólballi

Dagskrá dagsins er hér fyrir neðan og á við 17. des nema annað sé tekið fram.

  • 1. bekkur jólaball kl. 9:00 – 9:50 / stofujól kl. 8:10 – 9:00
  • 2. bekkur jólaball kl. 8:10 – 8:50 / stofujól kl. 9:00 – 10:00
  • 3. bekkur jólaball kl. 10:00 – 10:50 / stofujól kl. 9:10 – 10:00
  • 4. bekkur jólaball kl. 11:00 – 11:50 / stofujól kl. 10:00 – 11:00
  • 5. bekkur jólaball kl. 12:00 – 12:30 / stofujól kl. 11:10 – 12:00
  • 6. bekkur jólaball kl. 12:30-13:00/ stofujól 11:30-12:30
  • 7. bekkur jólaskemmtun 16. des í Ásnum kl: 17:00-18:30
    stofujól 17. des. kl. 9:30-10:30
  • 8. 9. og 10. bekkur stofujól og jólaskemmtun 16. des. kl. 19:00- 21:00

  • Í lok jólaballs hjá 5. bekk afhendum við Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar söfnunarfé.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is