Mataráskrift í lok skólaárs

Lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 18. maí.

12.5.2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Vegna Covid 19 og skipulag skólahalds í kringum það hefur verið ákveðið að innheimta ekki fyrir mataráskrift, ávaxtastund og síðdegishresingu fyrir apríl og stóran hluta af maí á móti greiðslu þeirri sem foreldrar/forráðamenn greiddu í mars.

Reikningur fyrir lokatímabil skólaársins verður sendur út föstudaginn 22. maí.
Lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 18. maí.
Sú mataráskrift er því frá 22. maí til og með 8. júní 2020.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlega snúið ykkur til skrifstofu skólans eða skólastjóra.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is