Menningarvika Áslandsskóla - myndir

20.4.2021

Vikuna fyrir páskafrí var haldin menningarvika hér í Áslandsskóla, þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur gerðu sér margt til gamans. Því miður náðum við ekki að halda Menningardaginn sjálfan hátíðlegan vegna nýrra sóttvarnareglna þegar skólinn fór fyrr í páskafrí.

Yngri árgangarnir voru mikið á ferðinni þessa vikuna.  1. og 2. bekkur gerðu sér ferðir í Hellisgerði, í Byggðasafnið og að Hvaleyrarvatni.  3. bekkur hefur verið að vinna verkfni tengd hvölum og að sjálfsögðu skelltu þau sér í Hvalasafnið.

Miðdeildin var í allskonar föndri og Unglingadeildin var með Ofurhetjaþema þetta árið.  Einnig var 10. bekkur mjög upptekinn í bakstri, en hluti af þeirra fjáröflun fyrir útskriftarferðalagið í vor var að selja kryddbrauð og pítsusnúða.

Myndasöfn frá vikunni eru kominn inn hér á vefinn undir Skólinn > Myndasafn > 2020-201


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is