Nemendur úr Áslandsskóla í 3ja sæti Stíls

22.3.2021

Þrjár stúlkur úr 9. bekk Áslandsskóla stóðu sig með mikilli prýði í Stíl - Hönnunarkeppni unga fólksins sem fram fór laugardaginn 20. mars, og enduðu í 3ja sæti.  Þær stöllur höfðu áður unnið forkeppni sem haldin var milli félagsstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði, sjá hér.  Þemað í ár var Sirkus og má glögglega sjá á meðfylgjandi mynd að þær vinkonur Ísabella Aníta Ásgeirsdóttir, Kolbrún Sara Friðriksdóttir og Elísabet Eva Guðmundsdóttir úr 9. EB gerðu því þema góð skil.

Glæsilegur árangur hjá okkar fulltrúm og erum við í Áslandsskóla mjög stolt af þeirra framlagi.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is