Netskákmót fyrir nemendur

Við hvetjum ykkur til að benda börnum ykkar á að taka þátt.

13.11.2020

Hafnarfjarðarbær vill bjóða öllum grunnskólabörnum á netskákmót alla laugardaga til 12. desember. Skákmótið hefst klukkan 11:00.

Við hvetjum ykkur til að benda börnum ykkar á að taka þátt.

Gjafabréf í Ísbúð Vesturbæjar verður fyrir þrjú efstu sætin næstkomandi laugardag.

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  2. Gerast meðlimur í hópnum “Hafnarfjörður-skólar”: https://www.chess.com/club/hafnarfjordur-skolar
  3. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
    Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com.
    Alla laugardaga 11:00-12:00
    https://www.chess.com/live#-r=603127

(Tengill gildir fyrir mótið þann 17. nóvember síðan verða tenglar uppfærðir inná á forsíðu Hafnarfjörður-skólar á chess.com vikulega.)

Við mælum með að þið notið borðtölvu/fartölvu, því Chess.com appið virkar ekki á mótum.

Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðarbæjar


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is