Mars 2004

2.3.2004

Kæru nemendur og forráðamenn

Á baksíðu Flórgoðans gefur að líta yfirlit yfir þróun nemendafjölda í Áslandsskóla frá upphafi. Yfirlitið gefur góða mynd af hraðri uppbyggingu Áslandshverfis en vekur jafnframt upp umhugsun um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Skólastjóri og formaður foreldraráðs rituðu bæjarstjóra bréf á dögunum þar sem fjallað var um framtíðarskipulag í skólamálum í Áslandi og á Völlum. Ljóst er að íbúafjöldi á Völlum eykst jafnt og þétt og þau börn sem þangað flytjast þurfa grunnskóla að ganga í. Þessum nemendum er nú beint í Áslandsskóla og verður áfram á næsta skólaári. Það sem við erum að vekja máls á er hvort ekki sé of seint að skólahald hefjist á Völlum skólaárið 2006-2007 eins og fyrirhugað er.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is