Febrúar 2004

1.2.2004

Kæru nemendur og forráðamenn

Í þessu tölublaði Flórgoðans er farið dýpra í könnun okkar á líðan nemenda í skólanum. Þar eru dregnar fram tölulegar niðurstöður úr könnuninni.
Margt áhugavert kemur fram. Úrvinnsla og eftirfylgni fór strax af stað. Vinna með ákveðna bekki, nemendur og forráðamenn þeirra er í fullum gangi þar sem slíkt var aðkallandi.
Mikilvægt er að forráðamenn fari yfir þessar upplýsingar ásamt börnum og ræði það sem betur má fara.
Það má heldur ekki gleyma því að mikill meirihluti nemenda stendur sig frábærlega í skólanum. Stundar nám sitt samviskusamlega, sýnir háttvísi og gott fordæmi. En við eigum aldrei að sætta okkur við vanlíðan skólafélaga okkar. Allir eiga rétt á því að fá vinnufrið og finna til vellíðunar í skólanum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is