Skólaþing Áslandsskóla 2013

20.11.2013

Skólaþing verður haldið í Áslandsskóla miðvikudaginn 13. nóvember 2013 frá klukkan 8.10 og fram að hádegismat. Er þetta í fyrsta skipti sem skipulag er með þessum hætti á einum af sveigjanlegum skóladögum haustsins.

{nl}

Einn af grunnþáttum menntunar er Lýðræði og mannréttindi og má segja að sá grunnþáttur tengist með beinum hætti skipulagi skólaþings.

{nl}

“Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins. Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær.” (úr Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls 21)

{nl}

Markmiðið með skólaþingi er að nemendur geti haft áhrif á skólann sinn og þær ákvarðanir sem eru teknar, enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir séu virtar.

{nl}

Lýðræði snýst ekki um að sigra heldur um að taka þátt, það snýst ekki um samkeppni heldur um samvinnu. Ef það á að vera réttlátt þá þurfa allir að hafa jafna möguleika til að taka þátt.

{nl}

“Lýðræði er mikilvægt á vettvangi skólans. Í fyrsta lagi þurfa skólar að taka mið af því að barna og ungmenna bíður það verkefni að taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er mikilvægt að börn læri um þess háttar samfélög. Í öðru lagi þurfa skólar að taka mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildum hvers og eins. Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði”.

{nl}

Í Flórgoða dagsins gefur að líta skipulag skólaþings 2013, hver umræðuefnin eru og hverjar eru lykilspurningar í hverri deild fyrir sig.

{nl}

Í kjölfar þings förum við yfir tillögur þingfulltrúa og metum framhaldið.

{nl}

Auk þess munum við skoða vandlega framkvæmd þingsins og hvernig skipulagi þess verður best háttað á næsta skólaári.

{nl}

 

{nl}

Með skólakveðju

{nl}

 

{nl}

Leifur S. Garðarsson

{nl}

Skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is