Akstur á skólalóð

17.4.2013

Ákaflega gaman að sjá viðbrögðin við breytingu á akstursstefnu á skólalóð.
Fólk hefur verið fljótt að taka við sér og ekur nú einungis inn frá Kríuási og út á móts við Svöluás, með örfáum undantekningum. (Undantekningunum er bent á að stórhætta getur skapast ef viðkomandi halda áfram að vera undantekning !! )

Þess ber og að geta að á næstu dögum færist biðstöð skólabíls framar á stæðið, til móts við Þrídranga, færanlegu kennslustofurnar.  Ökumenn eru því beðnir að leggja ekki í þau stæði.
Þeir sem eru að heimsækja skólann, t.d. koma á morgunstundir er bent á að leggja í stæðin, en ekki beint fyrir framan skólann.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is