Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 5. febr. í Skriðu

31.1.2013

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar kl.13.-16 í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Í tilefni hans heldur SAFT málþing og er þemað í ár "Réttindi og ábyrgð á netinu" og munu 70 þjóðir um allann heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

{nl}

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu. Málstofur verða tvær; Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar og Tækni, öryggi og regluverk. Allar nánari upplýsingar upplýsingar um málþingið og málstofurnar má sjá hér: http://www.saft.is/althjodlegi-netoryggisdagurinn-5-februar-2013/

{nl}

Við hvetjum ykkur til að kíkja á málþingið. Aðgangur er ókeypis og tilkynning um skráningu má senda á netfangið saft@saft.is


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is