Takk fyrir kæru bekkjartenglar!

3.10.2012

Þriðjudagskvöldið 2. október hélt stjórn foreldrafélagsins bekkjartenglakvöld fyrir bekkjartengla og aðra foreldra. Jóhanna varaformaður stjórnar foreldrafélagsins kynnti stjórnina, fór yfir hlutverk bekkjartengla varðandi kaffipjallið og foreldraröltið. Einnig kynnti hún Drífu og Kristínu Dóru fulltrúa foreldra í skólaráði Áslandsskóla. Helga Margrét Guðmundsdóttir fjallaði um hlutverk bekkjartengla og ræddi um hvernig hverfi við viljum búa í og að hjarta hverfisins væri skólinn okkar sem við ættum öll að hlúa að. Eftir hlé var fólki skipt í hópa og fengu hóparnir mismunandi umræðupunkta til að tala út frá. Hver hópur kynnti niðurstöður úr sínum hópi en þær verða teknar saman og sendar öllum foreldrum í þessari viku í tölvupósti. Þeim sem tóku þátt í bekkjartenglakvöldinu er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag til kvöldsins, spurningar og innlegg.

{nl}

Í október eiga eftirtaldir heimar að manna foreldraröltið:

{nl}

5. október: 6.BBB. Goðaheimar

{nl}

12. október: 7.EB. Garpheimar

{nl}

19. október: 8.ÁMH. Flókaheimar

{nl}

26. október: 1.MBG. Skýjaheimar

{nl}

Stjórnin hvetur ykkur foreldra til að taka þátt í foreldraröltinu og leggja hönd á vogaskálarnar og halda hverfinu okkar áfram öruggu fyrir börnin okkar.

{nl}

Í vetur ætlar stjórn foreldrafélagsins að vera með hrós vikunnar til að draga fram  það sem vel er get í skólasamfélagi okkar hér í Áslandinu. Öllum er velkomin að senda inn hrós vikunnar á netfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@aslandsskoli.is) sem birt verður á heimasíðu foreldrafélagins á hverjum föstudegi í allan vetur.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is