Bekkjartenglar í 1. bekk hitta stjórn foreldrafélagins 5. sept

5.9.2012

Í kvöld kl 20.00 - 20.20 eru bekkjartenglum í 1. bekk boðið á örfund (20 mín) stjórnar foreldrafélagsins. Markmiðið með þessum fundi er að bekkjartenglar í öllum 1. bekkjunum fái tækifæri til að hittast, að stjórn foreldrafélagins hitti þá og spjöllum saman um hlutverk bekkjartengla.

{nl}

Í vetur ætlar stjórnin að prófa að hitta alla bekkjartenglana á örfundum (20 mín) í vetur og heyra hvað gengur vel, hvað mætti betur fara og styðja þá í þeirra mikilvæga starfi.

{nl}

Foreldraröltið er farið af stað og fengu Jöklaheimar heiðurinn að fyrsta röltinu í síðustu viku. Í september eru það Baldursheimar, Hetjuheimar, Jötunheimar og Stjörnuheimar sem manna foreldraröltið. Skipulag foreldraröltsins er tilbúið og verður birt á heimasíðunni von bráðar. Allar upplýsingar um foreldraröltið má nálgast hér á síðunni okkar til vinstri. Endilega skoðið það vel og takið þátt í því þegar kemur að því að ykkar bekkur rölti.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is