Foreldrasamstarf ... bætir og kætir

3.9.2012

Stjórn foreldrafélagsins hélt sinn fyrsta fund á þessu skólaári 21. ágúst síðastliðinn og var ákveðið að funda fyrsta miðvikudag í mánuði. Við hvetjum foreldra til að hafa samband við okkur með hvaðeina sem snertir samskipti heimila og skóla. Markmið foreldrafélagsins er að efla það samstarf til heilla fyrir nemendur.

{nl}

Tölvupóstur foreldrafélagsins er: foreldrafelag@aslandsskoli.is.

{nl}

Á námsefniskynningum verða bekkjarfulltrúar kosnir fyrir hvern bekk en þeir gegna stóru hlutverki. Bekkjarfulltrúar stuðla að öflugu bekkjarstarfi í samstarfi við kennara og eiga sinn þátt í að byggja upp góðan bekkjaranda. Við hvetjum foreldra að taka þátt í vetur.

{nl}

Foreldraröltið eru nú þegar hafið en Jóhanna Sveinbjörg sér um að halda utan um það. Foreldrar sjá um að rölta um hverfið flest öll föstudagskvöld í vetur.

{nl}

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2012 til 2013 eru:

{nl}

Drífa Þórarinsdóttir
Helga Snorradóttir
Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir (ný)
Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir
Kristjana Eyjólfsdóttir
Stefanía Gunnarsdóttir (ný)
Valgerður Bjarnadóttir (ný)
Þóra Þráinsdóttir


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is