Aðalfundur foreldrafélagsins 8. maí kl. 20

7.5.2012

Sæl og blessuð

Við ætlum að fagna starfi vetrarins og komu sumarsins  með nýbökuðum vöfflum og jarðarberjum á aðalfundi foreldrafélagsins nk. þriðjudagskvöld 8.maí kl. 20-21.

Dagskrá fundarins er:
1. Leifur S. Garðarsson skólastjóri fer yfir verkefni skólaráðs
2. Harpa Pálmadóttir formaður foreldrafélagsins fer yfir starfsemi vetrarins
3. Drífa Þórarinsdóttir gjaldkeri leggur fram ársreikninga til samþykktar
4. Kosning í stjórn foreldrafélagsins og nefndir
5. Önnur mál

Fundinum verður stjórnað styrkri hendi af Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur, talsmanni foreldraráðs Hafnarfjarðar. 

Komdu á fundinn og taktu þátt í umræðunni. Foreldrar geta sameinað krafta sína í foreldrafélaginu og haft jákvæð áhrif á skólastarfið eða eins og talsmaður foreldraráðs sagði í grein í Fjarðarpóstinum:

Foreldrar geta haft áhrif á gæði og gildi skólanna og eiga ekki bara að styðja við börnin og nám þeirra heldur líka við skólana sjálfa, standa vörð um það sem vel gengur og vera til leiðbeiningar um það sem betur má fara. Rödd foreldra er mikilvæg í allri umræðunni um skólamál í heild sinni og ef foreldrafélögin eru virk, heyrast raddir foreldra hátt og skýrt. Ef þú ert foreldri, skelltu þér á næsta aðalfund foreldrafélagsins, fáðu kynningu á starfseminni og taktu þátt í að hafa áhrif á nám barnsins þíns. (Sjá grein í heild sinni á vefsíðu Foreldraráðs Hafnarfjarðar: http://foreldrarad.hafnarfjordur.is, undir Ýmsar greinar).

Með bestu kveðju,
stjórn foreldrafélags Áslandsskóla
Harpa, Jóhanna, Drífa, Kristjana, Dóra, Guðbjörg, Helga og Þóra

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is