Afmælishátíð í fullum gangi

27.10.2011

Afmælishátíð vegna 10 ára afmælis Áslandsskóla stendur nú sem hæst.

{nl}

Í morgun var afmælismorgunstund á sal skólans.  Þar bauð Leifur S. Garðarsson skólastjóri nemendur og gesti velkomna og heiðraði þá tvo starfsmenn skólans sem starfað hafa við hann frá upphafi, Guðrúnu Benediktsdóttur skólaliða og Jenný Berglindi Rúnarsdóttur enskukennara.

{nl}

Því næst stigu félagarnir í hljómsveitinni Pollapönk á svið og fluttu meðal annars nýjan skólasöng Áslandsskóla.  Lagið samdi einn meðlima hljómsveitarinnar og formaður félags leikskólakennara, Haraldur Freyr Gíslason, og textann gerði skólastjóri Áslandsskóla Leifur S. Garðarsson.

{nl}

Þessa stundina eru nemendur og starfsmenn að gæða sér á veislumat að hætti Gunnars kokksins okkar.  Á boðstólnum er hamborgarhryggur með kartöflum og öðru meðlæti. 

{nl}

Þegar nemendur hafa spriklað af sér hamborgarhrygginn verður boðið upp á afmælisköku og mjólk.

{nl}

Nemendur og starfsmenn eru spariklæddir í spariskapi og óhætt að segja að starfsfólk skólans er stolt af nemendum fyrir frábæra framkomu og hegðun, þennan dag sem aðra.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is