Útivist í vali

18.9.2011

Í ár bryddum við upp á nýju valfagi í unglingadeild Áslandsskóla sem kallast útivist.

{nl}

Þar er ýmislegt brallað sem tengist útivist og útiveru.  Til að mynda hélt hópurinn ásamt Úlfari Daníelssyni kennara sínum að Kleifarvatni í síðustu viku til veiða.

{nl}

Myndbrot er komið af veiðiferðinni á vefveitu Hafnarfjarðar.  Ef einhverjum leiðist biðin er hægt að færa bendilinn á 15.29 mín og þá hefst umfjöllun og viðtöl af útivistarvalinu.

{nl}

Smellið endilega á tengilinn og skoðið

{nl}

http://veitan.hafnarfjordur.is/index.php?option=com_hwdvideoshare&task=viewvideo&Itemid=2&video_id=160


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is