Hreinsunarátak Hraunavina - Við erum með

13.9.2011

Nemendur í 6. bekk Áslandsskóla munu taka þátt í hreinsunarátaki Hraunavina í hrauninu við Straumsvík(sjá fréttatilkynningu hér neðar) þann 16. september. Þetta er hluti af þjónustu við samfélgið sem er ein af hornstoðum skólans.
Farið verður með rútu frá skólanum kl. 9 og til baka kl. 11:30 að öðru leyti er kennt samkvæmt stundaskrá.
Mikilvægt að krakkarnir komi klædd eftir veðri og með góða vettlinga.


Hraunavinir, félag áhugamanna um byggðaþróun og umhverfismál í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, boða til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík föstudaginn 16. og laugardaginn 17. september nk.
Átak þetta er unnið í samvinnu við SEEDS (íslensk sjálfboðaliðasamtök), grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða.
Hreinsunarátakið hefst með formlegum hætti í Straumi kl. 09.30 föstudaginn 16. sept. nk. á degi íslenskrar náttúru. Þann dag munu sjálfboðaliðar SEEDS og grunnskólabörn sjá um hreinsunina.
Laugardaginn 17. sept. eru íbúar hvattir til að koma í Straum við Straumsvík kl. 10.00 eða kl. 13.00. Á þeim tímum er gert ráð fyrir að hópar gangi frá Straumi með skipulegum hætti. Íbúar eru hvattir til að taka með sér sorppoka.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is