Eplatré að gjöf

5.9.2011

Mánudaginn 5. september fengum við í Áslandsskóla heimsókn frá ÁVEXTI sem eru hvatasamtök að aukinni ávaxtatrjáræktun á Íslandi.  Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur af Akranesi og Lilja Oddsdóttir formaður samtakanna færðu okkur að gjöf tvö eplatré.  Skólinn ákvað að kaupa eitt eintak að auki og voru því gróðursett þrjú eplatré aftan við skólann.  Tréin þrjú heita Close, Carol og Rödlöven og eru frá Bandaríkjunum, Kanada og Svíþjóð. 

{nl}

Ef allt gengur að óskum þá gætu þau borið ávexti að 2-4 árum liðnum.

{nl}

Við þökkum Ávexti kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is