Foreldrasamstarf

2.9.2011

Stjórn foreldrafélagsins hélt sinn fyrsta fund á þessu skólaári 23. ágúst síðastliðinn og var ákveðið að funda fyrsta þriðjudag í mánuði. Við hvetjum foreldra til að hafa samband við okkur með hvaðeina sem snertir samskipti heimila og skóla. Markmið foreldrafélagsins er að efla það samstarf til heilla fyrir nemendur. Tölvupóstur foreldrafélagsins er: foreldrafelag@aslandsskoli.is.

{nl}

Á námsefniskynningum seinna í september verða bekkjarfulltrúar kosnir fyrir hvern bekk en þeir gegna stóru hlutverki. Bekkjarfulltrúar stuðla að öflugu bekkjarstarfi í samstarfi við kennara og eiga sinn þátt í að byggja upp góðan bekkjaranda. Við hvetjum foreldra að taka þátt í vetur.

{nl}

Foreldraröltið hefst föstudaginn 9. september og munu eftirfarandi bekkir sjá um foreldraröltið í september:
9. sept: 8. RLS. Óðinsheimar
16. sept: 10. ÁMH. Ljósheimar
23. sept: 7. ÓÞ. Hrafnsheimar
30. sept: 9. BH. Álfaheimar

{nl}

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2011 til 2012 eru:
Harpa Pálmadóttir, formaður, á börn í 5. og 8. bekk
Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, varaformaður, á börn í 6. og 8. bekk
Drífa Þórarinsdóttir, gjaldkeri, á börn í 1. og 5. bekk
Kristjana Eyjólfsdóttir, ritari, á börn í 2., 5. og 7. bekk
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir, á börn í 2. og 9. bekk
Helga Snorradóttir, á barn í 3. bekk
Þóra Þráinsdóttir, á börn í 2., 5. og 9. bekk


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is