Vetrarútivistartíminn

1.9.2011

 

{nl}

Um svipað leiti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga.  Mikilvægt er að við gerum okkur ljóst að börn mega ekki vera lengur úti nema í fylgt fullorðinna. Börn 12 ára og yngri mega hreinlega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar undanþágur verða æ fátíðari, íþróttaæfingar barna eiga sér stað innan þessara marka og skólar og félagsmiðstöðvar hafa reynt að færa félagsstarfið inn í eðlilegan útivistartíma.

{nl}


Foreldrar og börn þeirra þurfa að gera sér það ljóst að foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma, taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni og foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum. Æskilegt er að allir standi saman framfylgja reglunum og því að börnin þurfa sannarlega sína hvíld, gott er að auka þann tíma sem fjölskyldan eyðir saman og svo þarf að stunda heimalærdóm.

{nl}


Þátttaka foreldra í Foreldrarölti hefur stutt við að útivistartíma sé framfylgt auk þess sem það að foreldrar hittast gefur þeim tækifæri á að standa enn betur saman því að huga að velferð barna.

{nl}


Geir Bjarnason forvarnafulltrúi


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is