Undirskriftalistar færðir bæjaryfirvöldum

9.6.2011

Í vikunni afhentu fulltrúar foreldrafélagsins Guðmundi Rúnari bæjarstjóra undirskriftalista foreldra og forráðamanna Áslandsskóla þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að ganga til samninga um byggingu íþróttahúss við skólann.

{nl}

Í kjölfarið voru eftirfarandi spurningar sendar til bæjarstjóra í tölvupósti:

{nl}

- Hvar í forgangsröð bæjaryfirvalda er bygging íþróttahúss við Áslandsskóla?
- Hvað hyggjast bæjaryfirvöld gera til að leysa húsnæðisvanda Áslandsskóla (en gert er ráð fyrir fjórum kennslustofum í frumteikningum að íþróttahúsi)?
- Hver var kostnaður vegna skólaaksturs Áslandsskóla árið 2010?
- Hver er ástæðan fyrir því að slitnaði upp úr viðræðum við FM hús síðastliðið haust? Hvað bar í milli?
- Hvenær megum við búast við að sparkvöllur verði settur upp við skólann?
 
Svar barst skjótt þar sem bæjarstjóri segir að svör við spurningunum verði sendar foreldrafélaginu fljótlega.

{nl}

Á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi fært til bókar:

{nl}

{nl}

{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}{nl}
10. 1106046 - Áslandsskóli íþróttahús, áskorun
Lögð fram áskorun foreldrafélags Áslandsskóla ásamt undirskriftarlistum varðandi byggingu íþróttahúss við skólann.
Niðurstaða fundar:
Lagt fram.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is