Heilsdagsskóli yfir hátíðir

1.12.2010

 Mánudaginn 20. desember verður skólastarf með sveigjanlegum hætti eins og tilgreint er á skóladagatali, en þá verða jólaskemmtanir.{nl}

Heilsdagsskólinn verður því opinn frá kl. 8:00 þann dag, þar sem dagskrá er með óhefðbundnum hætti.

{nl}

{nl}

Heilsdagsskólinn er síðan opinn í jólafríi nemenda sem hér segir:

{nl}

Þriðjudaginn           21. desember                   kl. 8:00—17:00

{nl}

Miðvikudaginn        22. desember   kl. 8:00—17:00

{nl}

Fimmtudaginn  23. desember  kl. 8:00-12:30

{nl}

Mánudagur   27. desember   kl. 8:00—17:00

{nl}

Þriðjudagur   28. desember   kl. 8:00—17:00

{nl}

Miðvikudagur   29. desember   kl. 8:00—17:00

{nl}

Fimmtudagur  30. desember  kl. 8:00-17:00

{nl}

 

{nl}

{nl}

Þeir forráðamenn sem hyggjast nýta sér heilsdagsskólann í jólafríi eða breyta viðveru þann 20. desember, verða því að skrá sig á skrifstofu skólans og tilgreina dvalartíma. 

{nl}

Einnig þarf greiðslukvittun að fylgja sem staðfesting þess að greiðsla hafi átt sér stað.  Slíkt þarf að berast á skrifstofu skólans í síðasta lagi fimmtudaginn 16. desember.  Ekki verður unnt að verða við ósk um dvöl þessa daga berist hún síðar.

{nl}

{nl}

Rétt er einnig að geta þess að ákveðinn lágmarksfjölda barna þarf dag hvern til að starfseminni sé haldið úti.

{nl}

Það skal þó tekið fram að jólafrí er auðvitað frí nemenda frá skóla og oft getur verið gott að hvílast aðeins á skólatengdu starfi svo nemendur komi endurnærðir til baka.

{nl}

{nl}

Gjald fyrir hverja klukkustund er 223 krónur.  Síðan bætist við kr. 170 pr.nesti sem er tvívegis yfir daginn auk hádegisverðar sem er 272 krónur. 

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is