Samvinna í margri mynd

30.9.2010

Samvinna heimila og skóla hefur margar birtingarmyndir. Hún getur m.a. birst í samstarfi bekkjarfulltrúa og umsjónarkenna, þátttöku í nefndum innan skólans, þátttöku foreldra í foreldrarölti og í jákvæðri umræðu heimafyrir um skólann. En aðal tilgangurinn með samvinnunni er að styðja skólastarfið og stuðla að velferð nemenda. Nýr Flórgoði kom út í gær og sneri að stórum hluta um samstarf heimila og skóla. Við hvetjum foreldra að kynna sér efni hans.

{nl}

Rölt um hverfið
Foreldraröltið hefur farið vel af stað en sl. föstudag mættu 6 foreldrar frá Tunglheimum, 9.SER og röltu saman um hverfið. Í október sjá eftirtaldir bekkir um röltið:

1. okt: 6. HLB - Flókaheimar
8. okt: 7. BBB - Þórsheimar
15. okt: 8. IÞG - Hulduheimar
22. okt: 1.HS - Tindaheimar
29.okt: 9. ÁMH - Ljósheimar

{nl}

Upplýsingar fyrir foreldra
Foreldrafélagið hefur verið að bæta vefsíðu félagsins og núþegar er komið mikið af nýju efni fyrir foreldra til að kynna sér. Verið er að vinna í öðru efni.
Við hvetjum foreldra til að senda okkur upplýsingar um áhugavert efni eða krækjur sem myndu sóma sér vel á vefnum með því að senda tölvupóst á netfang foreldrafélagsins
foreldrafelag@aslandsskoli.is


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is